Fara í efni

Ný persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1706191

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 786. fundur - 22.06.2017

Samband íslenskra sveitarfélaga fylgist grannt með vinnu varðandi ný persónuverndarlög sem stefnt er að því að taki gildi á árinu 2018. Fyrir liggur að ný lög munu leggja ríkari kröfur á sveitarfélög að því er varðar m.a. hvaða upplýsingar eru geymdar, hvernig er unnið úr þeim og á hvaða formi þær eru geymdar. Sambandið vinnur nú að gerð minnisblaðs sem sent verður til allra sveitarfélaga til að kynna helstu breytingar og auðvelda undirbúning á innleiðingu nýrrar löggjafar.
Fyrstu skref við undirbúning af hálfu sveitarfélaga eru þessi:
1. Sveitarfélög hefji sem fyrst skoðun á því hvaða persónuupplýsingum er verið að safna og hvort varsla og vinnsla þeirra sé hið minnsta í samræmi við núgildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000,
2. Sveitarfélög hugi að skipun persónuverndarfulltrúa. Mörg fyrirtæki og allar opinberar stofnanir verða að útnefna sérstakan persónuverndarfulltrúa. Hlutverk hans er að vera sérfræðingur viðkomandi aðila í persónuvernd og tengiliður milli stjórnenda, hinna skráðu og Persónuverndar. Persónuverndarfulltrúinn getur verið starfsmaður stofnunar eða fyrirtækis eða utanaðkomandi sérfræðingur. Þar sem starfsmenn eru færri en 250 eru þó vægari kröfur gerðar til skráarhalds persónuupplýsinga.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri vinni að málinu og komi með tillögur til byggðarráðs.