Fara í efni

Kirkjuhóll (146050) í Skagafirði - stofnun lögbýlis

Málsnúmer 1709020

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 194. fundur - 18.10.2017

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2017 frá Pétri Stefánssyni, kt. 120754-5649, f.h. sonar síns Arons Péturssonar, kt. 030392-3539, eiganda jarðarinnar Kirkjuhóls í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Á jörðinni fer fram sauðfjárrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 360. fundur - 08.11.2017

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2017 frá Pétri Stefánssyni, kt. 120754-5649, f.h. sonar síns Arons Péturssonar, kt. 030392-3539, eiganda jarðarinnar Kirkjuhóls í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Á jörðinni fer fram sauðfjárrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
Borið upp og samþykkt með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.