Fara í efni

Girðingamál

Málsnúmer 1710083

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 194. fundur - 18.10.2017

Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að ráðist verði í úrbætur á girðingum í kringum Sauðárkrók þannig að tryggt sé að sauðfé eigi ekki greiða leið inn í þéttbýlið. Sérstaklega er alvarlegt að sauðfé eigi greiða leið að lóð sláturhúss KS með tilheyrandi smithættu. Nefndin felur starfsmanni að óska eftir að fulltrúi Vegagerðarinnar mæti á næsta fund hennar til að ræða úrbætur í þessum efnum sem og varðandi girðingu í Unadal og önnur svæði sem þarf að huga að til að auka öryggi á vegsvæðum í Skagafirði.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 199. fundur - 08.06.2018

Rætt um girðingarmál við Sauðárkrók. Gert hefur verið samkomulag við Fjallskilasjóð Sauðárkróks um viðhald girðinga til að koma í veg fyrir rennsli sauðfjár inn í Sauðárkrók.