Fara í efni

Erindi frá sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna framkvæmda í kirkjugarði

Málsnúmer 1711237

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 801. fundur - 23.11.2017

Lögð fram frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju beiðni um fjárframlög á árinu 2018 vegna stækkunar á kirkjugarði Sauðárkrókssóknar.Ingimar Jóhannsson og Pétur Pétursson frá Sauðárkrókskirkju ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samkvæmt kostnaðaráætlun eru fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2018 áætlaðar um 6,9 milljónir króna. Áætlaður hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdinni er 1,6 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.