Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 138

Málsnúmer 1804008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 367. fundur - 25.04.2018

Fundargerð 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi eftirlit með móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu varðandi íshlutfall og stöðu álagningar á veiðigjaldi. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lagðar voru fyrir fundinn teikningar frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn. Áætlað er að dýpka snúningshring innan hafnar annarsvegar og svæði við enda sandfangara hinsvegar. Alls er áætluð dýpkun um 61.000m3. Gert er ráð fyrir að hluti dýpkunarefnis verði nýttur í landfyllingu en megninu af dýpkunarefni verði varpað í hafið.
    Einnig var lögð fyrir fundinn umsókn til Umhverfisstofnunar frá Skagafjarðarhöfnum um leyfi til vörpunar á dýpkunarefni í hafið.
    Nefndin samþykkir að fela sviðstjóra að vinna áfram að nauðsynlegum leyfisveitingum vegna framkvæmdarinnar ásamt annari undirbúningsvinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lögð var fyrir fundinn auglýsing vegna hreinsunarátaks á Hofsósi.
    Efnt verður til hreinsunarátaks á Hofsósi 10. til 14. maí og mun Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra standa sameiginlega að átakinu. Átakið verður auglýst ítarlegar á næstu dögum.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að farið verði í samskonar átak víðar í Sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lögð var fyrir fundinn tillaga að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna. Tillagan tekur til breytinga á 12. grein gjaldskrár varðandi gjöld fyrir úrgang. Meginbreytingin lítur að gjaldi fyrir úrgang vegna skipa sem falla undir grein 11 C í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004.
    Nefndin samþykkir breytingu á gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgeiðslu málsins til liðar nr. 7. Gjaldskrá Skagafjarðarhafna - breyting á 12. grein. Samþykkt samhljóða.