Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 320

Málsnúmer 1804015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 367. fundur - 25.04.2018

Fundargerð 319. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 320 Á 319. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 13. apríl 2018 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir og vinna að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Sveitarstjórn samþykkti ofanritaða bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 18. apríl sl.

    Fyrir fundi dagsins liggur uppfærð greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdráttum í samræmi við bókun síðasta fundar.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram tillögu um að Blöndulína 3 fari samkvæmt Héraðsvatnaleið, en með breytingum sem felast í amk. 3 km jarðstreng frá Húseyjarkvísl norðan Saurbæar og austur fyrir Vindheima. Nefndin telur að sú leið hafi minni umhverfisáhrif í för með sér og stuðli að auknu afhendingaröryggi og -möguleikum raforku fyrir sveitarfélagið. Áður hefur nefndin samþykkt að auglýsa breytingar B-D.
    Eftir frekari skoðun á valkostum Blöndulínu 3 og afmörkun efnistökusvæða er lagt til að samþykkja að auglýsa jafnframt breytingar A til F skv. 30. gr. skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu og senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 30. gr. skipulagslaga.

    Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni eins og lagt er til með virkjanasvæði í Skagafirði. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 6 Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 320. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með átta atkvæðum.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.