Fara í efni

Umsókn um afnot af svæði bogfimideild Tindastóls

Málsnúmer 1806266

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 140. fundur - 03.07.2018

Lagt var fram erindi frá Indriða Grétarsyni, f.h. Bogfimideildar Tindastóls, varðandi afnot af svæðum til æfinga og keppni.
Í erindinu er óskað eftir afnotum af Skallaflöt á Nöfum til æfinga og námskeiða frá byrjun maí til loka ágúst ár hvert.
Jafnframt er óskað eftir því að fá að setja upp svokölluð 3d skotmörk ásamt vallarskotmörkum neðst í Skógarhlíð til æfinga og keppni.
Nefndin samþykkir að bogfimideildin fái afnot af Skallaflöt til æfinga og keppni og felur sviðstjóra og garðyrkjustjóra að ræða útfærslu á notkun á svæðinu neðst í Skógarhlíð. Nefndin leggur áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt og öllum kröfum sem gerðar eru til öryggismála séu uppfylltar.