Skipulags- og byggingarnefnd - 331
Málsnúmer 1809023F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 374. fundur - 18.10.2018
Fundargerð 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir norðurhluta Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir.
Tillagan skiptist í sex meginkafla 1) inngang 2) lýsingu- 3) greiningu 4) varðveislumat 5) verndarflokkun og 6) verndun og uppbyggingu. í 6. kaflanum verndun og uppbygging eru greindir möguleikar til uppbyggingar og settir skilmálar fyrir verndarsvæðið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu til íbúakynningar
Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Farið yfir verkefnið og niðurstöður íbúafundar sem haldinn var á Hofsósi mánudaginn 17. september sl.
Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Fyrir liggur erindi frá Kollgátu arkitektum þar sem óskað er eftir staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar á skipulagslýsingu vegna vinnu við fyrirhugaðrar deilskipulagsgerðar á landinu Neðri-Ás 2 land 3, landnúmer 223410 og Neðri-Ás 2 land 4, landnúmer 223411. Umsókn Kollgátu er fh. eigenda ofangreindra landskika.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við ákvæði 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilar landeigendum að láta vinna deiliskipulag af landspildunum.
Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sækir fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349 um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 4,6 ha. spildu út úr jörðinni Borgarey, landnúmer 146150. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 26.10.2016. Uppdrátturinn er í verki númer 561001 nr. S03, gerður á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Öll hlunnindi fylgja landnúmerinu 146150. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Erindi frá Byggðarráði. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. september sl. að vísa umsókn Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts um heimild til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Helga Óskarsdóttir kt. 310184-3659
og Guðjón Sveinn Magnússon kt. 250572-4929 eigendur landsins Helluland land B lóð 2, landnúmer 223795 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna landið Aðalból. Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Fyrir liggur erindi frá Fjallabyggð er varðar breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felst í að heimiluð verði frístundabyggð, svæði F15 og F16, innan hverfisverndarsvæðis á Kleifum í Ólafsfirði með þeim skilmálum sem tilgreindir eru í tillögunni. Sveitarfélaginu Skagafirði er send tillagan til umsagnar í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við þessa breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 331 76. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar
Bókun fundar 76. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018.