Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.
Byggðalistinn leggur fram tillögu þess efnis að haldnir verði opnir íbúafundir á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hólum og Hofsós. Markmið fundanna er að kynna fjárhagsáætlun næsta árs og fyrirhuguð verkefni í tengslum við hana. Einnig fá fram hugmyndir frá íbúum hvernig þeir vilji sjá fjármunum sveitarfélagsins varið s.s. í bættri þjónustu, uppbyggingu á öðrum sviðum eða ábyrgri fjármálastefnu. Því er mjög mikikvægt að fundirnir skulu haldnir fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.
Jóhanna Ey Harðardóttir Sveinn Þ. Finster Úlfarsson
Bjarni Jónsson tók til máls. Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar meirihlutans í Skagafirði fagna og taka undir tillögu Byggðalistans um að haldnir verði opnir íbúafundir í Sveitarfélaginu Skagafirði haustið 2018. Er það í samræmi við sáttmála um samstarf meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2018-2022 þar sem lögð er áhersla á aukið íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálum Skagafjarðar, auk reglubundinna nefndafunda og viðtalsfunda með sveitarstjórnarfulltrúum vítt og breytt um héraðið. Fulltrúar meirihlutans fagna þverpólitískri samstöðu um þessar áherslur og leggja áherslu á að af slíkum íbúafundum geti orðið í nóvember nk.
Bjarni Jónsson tók til máls öðru sinni og lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar VG og óháðra fagna heilshugar tillögu Byggðalistans og telja hana lið í að bæta vinnubrögð sveitarstjórnar og ákvarðanatöku.
Tillaga Byggðalistans borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðalistinn leggur fram tillögu þess efnis að haldnir verði opnir íbúafundir á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hólum og Hofsós. Markmið fundanna er að kynna fjárhagsáætlun næsta árs og fyrirhuguð verkefni í tengslum við hana. Einnig fá fram hugmyndir frá íbúum hvernig þeir vilji sjá fjármunum sveitarfélagsins varið s.s. í bættri þjónustu, uppbyggingu á öðrum sviðum eða ábyrgri fjármálastefnu. Því er mjög mikikvægt að fundirnir skulu haldnir fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.
Jóhanna Ey Harðardóttir
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson
Bjarni Jónsson tók til máls.
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans í Skagafirði fagna og taka undir tillögu Byggðalistans um að haldnir verði opnir íbúafundir í Sveitarfélaginu Skagafirði haustið 2018. Er það í samræmi við sáttmála um samstarf meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2018-2022 þar sem lögð er áhersla á aukið íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálum Skagafjarðar, auk reglubundinna nefndafunda og viðtalsfunda með sveitarstjórnarfulltrúum vítt og breytt um héraðið. Fulltrúar meirihlutans fagna þverpólitískri samstöðu um þessar áherslur og leggja áherslu á að af slíkum íbúafundum geti orðið í nóvember nk.
Bjarni Jónsson tók til máls öðru sinni og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar VG og óháðra fagna heilshugar tillögu Byggðalistans og telja hana lið í að bæta vinnubrögð sveitarstjórnar og ákvarðanatöku.
Tillaga Byggðalistans borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.