Fara í efni

Kolefnisjöfnun starfsemi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1811101

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 148. fundur - 30.11.2018

Lögð var fram tillaga frá Ingibjörgu Huld Þórðardóttur, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, þess efnis að Sveitarfélagið Skagafjörður vinni að áætlun og framkvæmd þess að kolefnisjafna starfsemi sveitarfélagsins og vinni að því að minnka kolefnisfótsporið í starfsemi sinni.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í tillöguna og leggur til að kannað verði með hvaða hætti væri hægt að vinna að kolefnisjöfnun sveitarfélagsins.