Lagt var fyrir erindi frá hafnasambandi Íslands varðandi öryggi í höfnum. Í erindinu er komið á framfæri ályktun hafnasambandsþings sem haldið var í október sl. Í ályktuninni er þeim tilmælum beint til hafna að unnið verði áhættumat þar sem leitast verður við að benda á hættur sem stafað geta að þeim sem fara um hafnarsvæði og hafnarbakka. Því er einnig beint til stærri hafna að unnið verði að öryggisvottun hafnanna. Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til hafnarstjóra að unnið verði áhættumat fyrir Skagafjarðarhafnir. Í framhaldinu verði skoðuð þörf á öryggisvottun.
Í erindinu er komið á framfæri ályktun hafnasambandsþings sem haldið var í október sl.
Í ályktuninni er þeim tilmælum beint til hafna að unnið verði áhættumat þar sem leitast verður við að benda á hættur sem stafað geta að þeim sem fara um hafnarsvæði og hafnarbakka. Því er einnig beint til stærri hafna að unnið verði að öryggisvottun hafnanna.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til hafnarstjóra að unnið verði áhættumat fyrir Skagafjarðarhafnir. Í framhaldinu verði skoðuð þörf á öryggisvottun.