Fara í efni

Jarðvegstippur við Borgargerði

Málsnúmer 1908139

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 159. fundur - 28.08.2019

Núverandi jarðvegstippur við Borgargerði á Sauðárkróki er nánast fullur og skoða þarf möguleika á nýju svæði þar sem hægt er að haugsetja jarðveg sem fellur til við byggingaframkvæmdir.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 16. fundur - 18.08.2023

Framkvæmdir við lokun og uppgræðslu á hluta jarðvegstipps við Borgargerði hafa staðið yfir í sumar. Búið er að jafna yfirborð og sá í þann hluta. Búast má við áframhaldandi framkvæmdum á svæðinu á meðan það er fyllt upp. Í aðalskipulagi er þetta skilgreint sem opið svæði en unnið verður áfram að hugmyndum um frekari nýtingu svæðisins.

Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.