Fara í efni

Tillaga fyrir byggðarráð

Málsnúmer 1910051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 883. fundur - 09.10.2019

Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi tillögu:
Byggðaráð sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, samþykkir að fara ásamt starfsmönnum eignasjóðs í kynnisferð um sveitarfélagið til að kynna sér ástand og viðhaldsþörf húseigna og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Verði það gert sem liður í undirbúningi fjárhagsáætlunar og mati og ákvarðanatöku um viðhaldsþörf og endurbætur á húseignum og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Slík vettvangsathugun var framkvæmd að tillögu undirritaðs sl. haust og reyndist afar gagnleg fyrir þá vinnu.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.