Fara í efni

Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020

Málsnúmer 1910249

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2020: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu þó að lagt er til að 10 miða kort fullorðinna hækkar um 20% eða úr 5.000 krónum í 6.000 krónur.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra, leggur til að hækkunin á 10 tíma korti fullorðinna verði 10% en ekki 20%.
Tillaga Steinunnar Rósu er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, Guðný Axelsdóttir og Atli Már Traustason, óska bókað að hækkunin sé tilkomin vegna leiðréttingar og samræmingar á gjaldskrám. Ítrekað er að hækkun upp á 20% nemur 1.000 krónum.
Tillaga að gjaldskrá 2020 er borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Vísð til byggðarráðs.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 887. fundur - 07.11.2019

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2020.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.