Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70

Málsnúmer 1911006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Fundargerð 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 5. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. laufey Krisín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 31.október 2019, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.