Lilja Ólafsdóttir yfirmarkavörður Skagafjarðar og Þorkell Gíslason fulltrúi Akrahrepps mættu á fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um útgáfu nýrrar og uppfærðrar markaskrár fyrir Skagafjörð á árinu 2020. Fjallskilastjórum er falin söfnun skráninga í skrána og á henni að ljúka fyrir 20. desember 2019. Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiðsla fyrir skráningu hvers eyrnamarks verði 3.000 kr. Ekki er greitt fyrir frostmerki ef viðkomandi á eyrnamark í skránni, annars er greitt fullt gjald fyrir frostmerki. Innheimta verður á vegum sveitarfélaganna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiðsla fyrir skráningu hvers eyrnamarks verði 3.000 kr. Ekki er greitt fyrir frostmerki ef viðkomandi á eyrnamark í skránni, annars er greitt fullt gjald fyrir frostmerki. Innheimta verður á vegum sveitarfélaganna.