Fara í efni

Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, verkefnis- og matslýsing

Málsnúmer 1911181

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 891. fundur - 04.12.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2019 frá Landsneti hf. Fram kemur að Landsnet hf. er byrjað að móta kerfisáætlun 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og mun Landsnet birta öll helstu gögn á heimasíðu fyrirtækisins.
Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 23. desember 2019.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 164. fundur - 19.12.2019

Lögð var fram til kynningar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2020 - 2029.