Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2019 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og húsnefnd félagsheimilisins Höfðaborgar. Fram kemur að íbúasamtökin hafa ákveðið að leggja til fjármagn til að greiða fyrir varanlegt áfengis- og skemmtanaleyfi fyrir félagsheimilið. Einnig er lagt til að gerðar verði úrbætur á brunavörnum og brunaviðvörunarkerfi lagt í húsið. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna mögulegar úrbætur varðandi brunaviðvörunarkerfi í samráði við hússtjórn.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna mögulegar úrbætur varðandi brunaviðvörunarkerfi í samráði við hússtjórn.