Lokun gámastöðva í dreifbýli
Málsnúmer 1912128
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 166. fundur - 17.02.2020
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar ásamt sviðsstjóra áttu fund með Önnu Maríu Hafsteinsdóttur á Veðramóti og Ásdísi Eddu Ásgeirsdóttur á Tungu vegna sorpmála. Anna og Ásdís eru ósáttar með það að gámur við Skarðsrétt hafi verið fjarlægður og eins að íbúum hafi ekki verið formlega tilkynnt um að gámurinn yrði fjarlægður. Sviðsstjóri ásamt nefndinni harmar að ekki hafi verið staðið rétt að kynningu þess að ákveðið hafi verið að fjarlægja gáma við Skarðsrétt, Ljósheima og Varmalæk.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fjarlægja gáma við Skarðsrétt, Áshildarholt og við Varmalæk vegna lélegrar nýtingar og nálægðar við önnur gámasvæði frá 1. janúar 2020. Íbúum á þessum svæðum er bent á gámasvæði á Sauðárkróki, Varmahlíð og Steinsstaði.