Fara í efni

Fyrirspurn

Málsnúmer 2001060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 895. fundur - 09.01.2020

Ólafur Bjarni Haraldsson (BL) leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
"Hvaða úrræði hefur sveitarfélagið fyrir fólk sem skyndilega missir heimilið sitt eða þarf að yfirgefa heimilið sitt án nokkurs fyrirvara?"
Svar byggðarráðs er eftirfarandi:
Sveitarfélaginu ber skylda til þess að veita fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 49/1991.