Fara í efni

Óveður í desember - greinargerð Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 2001175

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 65. fundur - 22.01.2020

Farið var yfir greinargerð Skagafjarðarveitna vegna óveðurs dagana 10. til 13. desember sl. Langflestar dælustöðvar hitaveitu eru búnar varaaflsvélum sem fara sjálfkrafa í gang við rafmagnsleysi.

Í óveðrinu voru um 15 dælustöðvar hitaveitu keyrðar á varaaflsvélum vegna rafmagnsleysis eða rafmagnstruflana og tókst að halda heitu vatni á öllum veitusvæðum án langvarandi truflana.

Veitunefnd hrósar starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir vel unnin störf.
Nefndin bendir á að uppbygging undanfarinna ára í hitaveitu sönnuðu gildi sitt í óveðrinu og telur nauðsynlegt að halda uppbyggingunni áfram á næstu árum.