Fara í efni

Sauðárkrókshöfn - líkanareikningar 2020

Málsnúmer 2002104

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 166. fundur - 17.02.2020

Lögð voru fyrir fundinn til kynningar drög að frumniðurstöðum líkanareikninga fyrir Sauðárkrókshöfn, unna af siglingasviði Vegagerðarinnar. Í reikningunum er verið að skoða þrjú tilfelli, bæði saman og í sitthvoru lagi. Í fyrsta lagi eru skoðuð áhrif þess að fjarlægja totu sem liggur í suðvestur úr norðurgarði í innsiglingu Sauðárkrókshafnar ásamt því að framlengja norðurgarð un 20 til 30m. Í öðru lagi eru skoðuð áhrif nýs viðlegukants sunnan við suðurbryggju og í þriðja lagi er skoðuð útfærsla á nýrri ytri höfn.
Nefndin leggur til að fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar verði boðaðir á fund nefndarinnar þegar vinnu við líkanareikninga er lokið.