Fara í efni

Tilkynning um riðusmit

Málsnúmer 2002214

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 209. fundur - 26.02.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2020 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra þar sem tilkynnt er um að greinst hafi hefðbundin riða í sauðfé á bænum Grófargili í Skagafirði.
Undir þessum dagskrárlið kom Jón Kolbeinn Jónsson til fundar við landbúnaðarnefnd, svo og Bjarni Bragason fjallskilastjóri fjallskilanefndar Seyluhrepps, úthluta og Elvar Eylert Einarsson varafjallskilastjóri.
Landbúnaðarnefnd harmar að riðutilfelli hafi komið upp á jörðinni Grófargili. Fram kom í máli Jón Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis að það er í verkarhing hans að sjá um að Grófargilsrétt verði hreinsuð og nánasta umhverfi hennar. MAST sér um að útvega fjármagn til verksins. Áður en verkið hefst þarf fjallskilanefndin að ganga frá leigusamningi við landeiganda, um lóð undir réttinni og nánasta umhverfi. Fjallskilanefndin hefur umsjón með endurgerð Grófargilsréttar.