Fara í efni

Vegur 7827 í Unadal

Málsnúmer 2002217

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 167. fundur - 05.03.2020

Lagður var fram tölvupóstur frá Hjörleifi Jóhannessyni varðandi veg 7827 í Unadal. Í póstinum er lagt til að sett verði ræsisrör undir veginn við Brúnkollumel, í landi Sandfells, þar sem vegur fer reglulega á kaf á þessum stað, bæði yfir veturinn og á vorin þegar snjóa leysir.
Sviðstjóra falið að ræða við Vegagerðina um framkvæmdina.