Lagt var fram erindi frá veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar til siglingasviðs Vegagerðarinnar, dagsett 26. febrúar 2020, þar sem farið var yfir atburði síðustu vikna og mánuði tengdum veðri og sjólagi. Í erindinu er einkum rætt um tvo atburði þar sem sjór gekk á land með tjóni og röskunum fyrir fyrirtæki á hafnarsvæðinu og annara vegfarenda. Lögð er áhersla á að þörf sé á lagfæringu eða endurgerð varnargarða við Skarðseyri og Strandveg á Sauðárkróki og að framkvæmdirnar þoli ekki bið. Þegar hefur borist jákvætt svar við erindinu frá siglingasviði Vegagerðarinnar.
Þegar hefur borist jákvætt svar við erindinu frá siglingasviði Vegagerðarinnar.