Fara í efni

Umsókn um stofnframlag - breyting Sólgarðaskóla

Málsnúmer 2004256

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 922. fundur - 08.07.2020

Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um stofnframlög til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til breytinga á Sólgarðaskóla í Fljótum í 5 leiguíbúðir. Var það gert í kjölfar niðurstöðu starfshóps um framtíð Sólgarðaskóla sem lagði til við byggðarráð að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæðinu í hagkvæmt leiguhúsnæði. Sömu áherslur komu sterkt fram á íbúafundi í Ketilási í desember sl.
Niðurstaða umsóknar um stofnframlög er að HMS hefur samþykkt að veita stofnframlag að upphæð kr. 37.148.400,-
Byggðarráð fagnar stuðningi ríkisvaldsins við uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni.

Byggðarráð Skagafjarðar - 48. fundur - 17.05.2023

Erindið var tekið fyrir í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 6. maí 2020 á 913. fundi ráðsins og staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar þann 3. júní 2020.
Skagafjörður hefur sótt um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að breyta hluta Sólgarðaskóla í fimm leiguíbúðir sem eru samtals 430,71 fm. Þær skiptast í 3ja herbergja íbúð sem er 82,95 fm, 3ja herbergja íbúð sem er 83,90 fm, 2ja herbergja íbúið sem er 68,42 fm, 4ra herbergja íbúð sem er 100,06 fm og 4ra herbergja íbúð sem er 95,38 fm. Íbúðirnar eru allar á einni hæð og með sér inngangi. Beint stofnframlag sveitarfélagsins til byggingar íbúðanna sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 nemur 23.228.235 kr.
Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til gerðar fimm íbúða, í formi fjárframlags, niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og gjalda vegna byggingarleyfis og skráningar í fasteignaskrá, á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023

Vísað frá 48. fundi byggðarráðs frá 17. maí 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Erindið var tekið fyrir í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 6. maí 2020 á 913. fundi ráðsins og staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar þann 3. júní 2020. Skagafjörður hefur sótt um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að breyta hluta Sólgarðaskóla í fimm leiguíbúðir sem eru samtals 430,71 fm. Þær skiptast í 3ja herbergja íbúð sem er 82,95 fm, 3ja herbergja íbúð sem er 83,90 fm, 2ja herbergja íbúið sem er 68,42 fm, 4ra herbergja íbúð sem er 100,06 fm og 4ra herbergja íbúð sem er 95,38 fm. Íbúðirnar eru allar á einni hæð og með sér inngangi. Beint stofnframlag sveitarfélagsins til byggingar íbúðanna sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 nemur 23.228.235 kr. Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til gerðar fimm íbúða, í formi fjárframlags, niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og gjalda vegna byggingarleyfis og skráningar í fasteignaskrá, á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar."

Til máls tóku Álfhildur Leifsdóttir og Einar E. Einarsson.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.