Fara í efni

Faxi, lagfæring á undirstöðu og viðgerð á listaverki.

Málsnúmer 2007180

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 13. fundur - 27.04.2023

Fyrirhugað er að listaverkið Faxi verði tekið af stalli í sumar og sent til viðgerðar. Einnig er áformað að gera við undirstöðu listaverksins og hafa hana klára þegar Faxi kemur aftur úr viðgerð. Viðgerðin á listaverkinu verður unnin í samstarfi við fjölskyldu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Gera má ráð fyrir að viðgerðin taki nokkra mánuði.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vera í samskiptum við fjölskyldu Ragnars varðandi framkvæmd og áætlaðan kostnað verkefnisins.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 15. fundur - 15.06.2023

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 27. apríl sl. og einnig tekið fyrir á fundi sveitastjórnar 10. maí sl.
Gerð hefur verið kostnaðaráætlun vegna lagfæringar Faxa og undirstöðu. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu verkefnisins.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ákvörðun um viðgerð á Faxa verði frestað þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa málinu til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þar sem verkefnið fellur undir menningarmál.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12. fundur - 23.06.2023

Erindinu vísað frá 15. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, 15. júní 2023, sem bókaði svo:
"Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ákvörðun um viðgerð á Faxa verði frestað þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa málinu til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þar sem verkefnið fellur undir menningarmál."

Erindið hafði áður verið á dagskrá á umhverfis- og samgöngunefndar þann 27. apríl sl. sem bókaði svo:
"Fyrirhugað er að listaverkið Faxi verði tekið af stalli í sumar og sent til viðgerðar. Einnig er áformað að gera við undirstöðu listaverksins og hafa hana klára þegar Faxi kemur aftur úr viðgerð. Viðgerðin á listaverkinu verður unnin í samstarfi við fjölskyldu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Gera má ráð fyrir að viðgerðin taki nokkra mánuði.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vera í samskiptum við fjölskyldu Ragnars varðandi framkvæmd og áætlaðan kostnað verkefnisins."

Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnar Helgason Sjálfstæðisflokki og Sigurður Bjarni Rafnsson Framsóknarflokki leggja fram eftirfarandi bókun.
Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“.
Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða.
Okkur sem skipum meirihluta nefndarinnar finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna. Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vísar því til byggðarráðs. Auk þess felur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd starfsmönnum nefndarinnar að undirbúa umsókn í menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga og fleiri sjóði til stuðnings fjármögnun viðgerðarinnar.

Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og Óháð óska bókað að þrátt fyrir þá staðreynd að listaverkið Faxi sé talið ónýtt þá getum við ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem ekki er á fjárhagsáætlun 2023 og teljum því ekki ráðlagt að ráðast í þessar framkvæmdir að svo stöddu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 54. fundur - 28.06.2023

Málið áður tekið fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd 27. apríl 2023 og 15. júní 2023, atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd 23. júní 2023 og sveitarstjórn 10. maí 2023. Málinu var vísað til byggðarráðs frá atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með eftirfarandi bókunum:
"Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnar Helgason Sjálfstæðisflokki og Sigurður Bjarni Rafnsson Framsóknarflokki leggja fram eftirfarandi bókun.
Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“.
Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða.
Okkur sem skipum meirihluta nefndarinnar finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna. Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vísar því til byggðarráðs. Auk þess felur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd starfsmönnum nefndarinnar að undirbúa umsókn í menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga og fleiri sjóði til stuðnings fjármögnun viðgerðarinnar.
Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð óska bókað að þrátt fyrir þá staðreynd að listaverkið Faxi sé talið ónýtt þá getum við ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem ekki er á fjárhagsáætlun 2023 og teljum því ekki ráðlagt að ráðast í þessar framkvæmdir að svo stöddu."
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu á Faxi 2020, lagfæring á undirstöðum til næsta árs. Ekki var gert ráð fyrir lagfæringu á undirstöðum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og teljum við því réttast að bíða með afgreiðslu málsins þar til í byrjun árs 2024 og að gert verði ráð fyrir kostnaði við lagfæringu á Faxa og undirstöðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024."
Meirihluti byggðarráðs, Einar E. Einarsson B-lista og Sólborg S. Borgarsdóttir D-lista, hafna tillögunni með 2 atkvæðum en Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum styður hana.
VG og óháð óska bókað:
"Við getum ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem hlýst af því að flytja Faxa til Þýskalands þar sem gerð verður brons afsteypa af honum og hinu upprunalega listaverki verður fargað. Kostnaður við þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun 2023, þarf því að taka viðauka og væntanlega lán fyrir framkvæmdinni. Ekki voru kannaðar aðrar leiðir til að lagfæra Faxa, t.d. að gera við hann hér á landi og setja aftur hinn upprunalega Faxa lagfærðan á sinn stall."
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir óska bókað:
"Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fara í það verkefni að endurgera höggmyndina af Faxa og hafna því tillögu Byggðalista að fresta verkefninu. Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“.
Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða.
Okkur finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna."
Meirihluti byggðarráðs, Einar E. Einarsson Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir Sjálfstæðisflokki samþykkja með 2 atkvæðum að fara í verkefnið og vísar málinu til gerðar viðauka. Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháðum situr hjá við afgreiðslu málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 55. fundur - 04.07.2023

Málið áður á dagskrá 54. fundar byggðarráðs, þann 28. júní 2023 og varðar varanlega viðgerð á listaverkinu Faxa. Samþykkt var af meirihluta byggðarráðs, þeim Einari E. Einarssyni og Sólborgu S. Borgarsdóttur, að vísa málinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023. Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum meirihlutans, Einars E. Einarssonar og Sólborgu S. Borgarsdóttur að ráðast í viðgerð á listaverkinu Faxa. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.