Sveitastjóri og forsvarsmenn meirihluta sveitastjórnarinnar hafa fundað með Stefáni Loga framkvæmdastjóra Steinullar hf. þar sem rætt var um fegrun innkeyrslu í Sauðárkrók að norðanverðu og sameiginlegt átak til að vinna að því markmiði. Einnig var rætt um möguleika þess að útbúa mön á norðanverðum lóðamörkum Steinullar (í framhaldi af fyrirhugaðri girðingu) og áfram til suðurs í átt að hringtorgi við Þverárfjallsveg. Steinull getur lagt til talsvert af jarðvegi og einnig fellur til verulegt magn af moltu á ári hverju frá fyrirtækinu sem nýta mætti til gerðar manar.
Umhverfis og samgöngunefnd fagnar því að samstarf sé að hefjast milli sveitarfélagsins og Steinullar um ásýnd aðkomu að Sauðárkróki norðanverðum. Sviðsstjóri hefur þegar hafið undirbúningsvinnu að hönnun svæðisins og verður þess gætt að haft verði samráð við viðeigandi aðila um lausnina.
Umhverfis og samgöngunefnd fagnar því að samstarf sé að hefjast milli sveitarfélagsins og Steinullar um ásýnd aðkomu að Sauðárkróki norðanverðum. Sviðsstjóri hefur þegar hafið undirbúningsvinnu að hönnun svæðisins og verður þess gætt að haft verði samráð við viðeigandi aðila um lausnina.