Fara í efni

Verksamningur um umhverfisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 2009289

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 172. fundur - 12.10.2020

Sveitarstjórn Sveitarfélags Skagafjarðar hefur samið við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) um gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2021-2040, með sérstakri áherslu á loftlagsmál, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar voru í júní 2019 á nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Undirbúningur byrjar í byrjun október 2020 og kynning og lokafrágangur um miðjan desember 2020.

Samningurinn var kynntur fyrir nefndinni sem fagnar þvi að verkefnið sé hafið. Nefndin leggur áherslu á að haldnir verða stöðufundir í samræmi við verksamning.