Breytingar eru fyrirhugaðar á fráveitureglugerð og reglugerð um úthlutun styrkja. Markmið nýrrar reglugerðar um fráveitu og skólp (drög) verður að vernda almenning og umhverfið gegn mengun af völdum losunar skólps. Í reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga eru settar reglur er hveða á um hvaða fráveituframkvæmdar verða styrkhæfar og að áætlunin taki yfir tímabilið frá 2020 - 2030.
Sviðsstjóri fór yfir markmið nýrrar reglugerðar um fráveitumál og reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga. Ljóst er að framundan er stórátak í fráveitumálum sveitarfélagsins og eru því áform um styrki frá ríkinu til þessa málaflokks fagnaðarefni. Sviðsstjóra er falið að setja í gang vinnu við hönnun og áætlanagerð vegna málsins og sækja um styrki til framkvæmda í samræmi við reglurnar.
Sviðsstjóri fór yfir markmið nýrrar reglugerðar um fráveitumál og reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga. Ljóst er að framundan er stórátak í fráveitumálum sveitarfélagsins og eru því áform um styrki frá ríkinu til þessa málaflokks fagnaðarefni. Sviðsstjóra er falið að setja í gang vinnu við hönnun og áætlanagerð vegna málsins og sækja um styrki til framkvæmda í samræmi við reglurnar.