Vegna opnunar á sorpmóttökusvæði í Varmahlíð er fyrirhugað að fækka móttökustöðvum fyrir sorp í framhéraði Skagafjarðar. Nýja svæðið verður afgirt með 2m grindargirðingu og verður opið á fyrirfram ákveðnum opnunartímum. Starfsmaður verður á svæðinu á meðan það er opið og aðstoðar við flokkun.
Ein helsta forsenda ákvörðunar sveitarfélagsins um byggingu nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð var að bæta flokkun. Umhverfis og samgöngunefnd hefur ákveðið að öllum gámastöðum verði lokað vestan Héraðsvatna þegar að nýja móttakan verður opnuð. Sviðsstjóra er falið að koma upplýsingum til notenda þar um með auglýsingum í Feyki og Sjónhorninu. Um leið verður opnunartími nýju stöðvarinnar kynntur.
Ein helsta forsenda ákvörðunar sveitarfélagsins um byggingu nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð var að bæta flokkun. Umhverfis og samgöngunefnd hefur ákveðið að öllum gámastöðum verði lokað vestan Héraðsvatna þegar að nýja móttakan verður opnuð. Sviðsstjóra er falið að koma upplýsingum til notenda þar um með auglýsingum í Feyki og Sjónhorninu. Um leið verður opnunartími nýju stöðvarinnar kynntur.