Fjárhagsáætlun 04 2021
Málsnúmer 2010097
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 160. fundur - 16.10.2020
Lagður var fram rammi fyrir fjárhagsáætlun árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áhframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunarinnar, með og án gjaldskrárhækkanna.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 162. fundur - 18.11.2020
Fjárhagsáætlun fræðslumála lögð fram til síðari umræðu í nefndinni.
Rekstur fræðslumála er umfangsmikill og kostnaðarsamur. Á ársgrundvelli er reiknað með að hann taki til sín rúma tvo milljarða króna. Miðað við þann fjárhagsramma sem málaflokknum er ætlaður árið 2021 er ljóst að þar vantar um 127 milljónir króna svo halda megi rekstri málaflokksins óbreyttum frá því sem nú er. Laun og launatengd gjöld nema um 80% af útgjöldum. Ástæður þessarar miklu rekstraraukningar á milli ára eru fyrst og fremst tengdar kjarasamningsbundnum launahækkunum, breytingum á launaröðun ásamt ýmsum öðrum breytingum í kjarasamningum.
Til að mæta þessari miklu fjárvöntun þarf annað hvort að koma til aukinna framlaga úr sveitarsjóði inn í málaflokkinn eða samdráttar í rekstri. Lagt er til að farin verði blönduð leið tekjuaukningar og samdráttar en lögð er áhersla á að samdráttur komi sem minnst niður á beinni þjónustu við nemendur.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra í samstarfi við fræðslustjóra og stjórnendur stofnana að vinna áætlun um hvernig hagræða megi í rekstri einstakra stofnana. Óhjákvæmilegt er að samdráttur í rekstri komi að einhverju leyti niður á þjónustu en engu að síður er lögð áhersla á að hann skerði sem minnst beina þjónustu við nemendur t.d. er varðar stuðning í námi eða félagslegan stuðning. Auk þess að skoða sérstaklega launakostnað verði farið ítarlega í gegnum alla vörukaupa- og þjónustukaupaliði með það að markmiði að draga úr kostnaði.
Áætlun þessari skal skila til fræðslunefndar eigi síðar en í lok marsmánaðar 2021.
Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2021 eins hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar, en mun ræða áætlunina aftur 2. desember.
Rekstur fræðslumála er umfangsmikill og kostnaðarsamur. Á ársgrundvelli er reiknað með að hann taki til sín rúma tvo milljarða króna. Miðað við þann fjárhagsramma sem málaflokknum er ætlaður árið 2021 er ljóst að þar vantar um 127 milljónir króna svo halda megi rekstri málaflokksins óbreyttum frá því sem nú er. Laun og launatengd gjöld nema um 80% af útgjöldum. Ástæður þessarar miklu rekstraraukningar á milli ára eru fyrst og fremst tengdar kjarasamningsbundnum launahækkunum, breytingum á launaröðun ásamt ýmsum öðrum breytingum í kjarasamningum.
Til að mæta þessari miklu fjárvöntun þarf annað hvort að koma til aukinna framlaga úr sveitarsjóði inn í málaflokkinn eða samdráttar í rekstri. Lagt er til að farin verði blönduð leið tekjuaukningar og samdráttar en lögð er áhersla á að samdráttur komi sem minnst niður á beinni þjónustu við nemendur.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra í samstarfi við fræðslustjóra og stjórnendur stofnana að vinna áætlun um hvernig hagræða megi í rekstri einstakra stofnana. Óhjákvæmilegt er að samdráttur í rekstri komi að einhverju leyti niður á þjónustu en engu að síður er lögð áhersla á að hann skerði sem minnst beina þjónustu við nemendur t.d. er varðar stuðning í námi eða félagslegan stuðning. Auk þess að skoða sérstaklega launakostnað verði farið ítarlega í gegnum alla vörukaupa- og þjónustukaupaliði með það að markmiði að draga úr kostnaði.
Áætlun þessari skal skila til fræðslunefndar eigi síðar en í lok marsmánaðar 2021.
Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2021 eins hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar, en mun ræða áætlunina aftur 2. desember.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 163. fundur - 02.12.2020
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun árið 2021 fór fram í sveitarstjórn fimmtudaginn 26. nóvember s.l. Á fundinum var til umræðu bókun fræðslunefndar frá 18.11. vegna fjárhagsáætlunar fræðslumála þar sem gert er ráð fyrir að farið verði í ítarlega rekstrarskoðun stofnana fræðslumála á fyrstu þremur mánuðum næsta árs með það að markmiði að ná fram hagræðingu í rekstri fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd fór yfir áætlunina eins og hún liggur fyrir. Nefndin ítrekar að hún mun leggja vinnu í að skoða fjármál stofnana sbr. bókun síðasta fundar.
Fræðslunefnd vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fræðslunefnd vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.