Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis þar sem tilkynnt er um að greinst hafi riða í sauðfé á bænum Minni-Ökrum, Akrahreppi. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að greining sýna hjá Tilraunastöðinni á Keldum verði hraðað sem kostur er og æskilegast er að henni verði lokið fyrir áramót. Einnig er mjög mikilvægt að bændur fái niðurstöður við lok greiningar hver sem niðurstaðan er vegna þeirrar óvissu sem margir bændur búa við í Tröllaskagahólfi.
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að greining sýna hjá Tilraunastöðinni á Keldum verði hraðað sem kostur er og æskilegast er að henni verði lokið fyrir áramót. Einnig er mjög mikilvægt að bændur fái niðurstöður við lok greiningar hver sem niðurstaðan er vegna þeirrar óvissu sem margir bændur búa við í Tröllaskagahólfi.