Sjávarborg II 145955 - Umsókn um landskipti og byggingarreit
Málsnúmer 2011176
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 401. fundur - 10.03.2021
Á 392 fundi skipulags- og byggingarnefndar dags. 19.11.2020 óskaði Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059, eftir leyfi að stofna 3.854 m2 frístundahúsalóð auk byggingarreits úr landi Sjávarborgar II, L 145955, í samræmi við framlögð gögn, unnin af Eflu verkfræðistofu. Óskað var eftir að landspildan fengi heitið Smáborg. Einnig var óskað eftir að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá gr. 5.3.2.14, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undandþágu frá 50 m fjarlægðarreglu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Fyrir liggur umsögn ráðuneytisins dags. 23.2.2021, þar sem veitt er undanþága frá ákvæði 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undandþágu frá 50 m fjarlægðarreglu.