Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey þar sem óskað er eftir styrk vegna framhalds á forvarnarverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna ristilskimunar. Í lok árs 2019 lauk fimm ára forvarnarverkefni ristilskimunar framangreindra aðila og nú á að taka upp þráðinn aftur og bjóða upp á skimun á árunum 2021 og 2022. Byggðarráð þakkar framtak Kiwanisklúbbsins og samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá styrktarsamningi við klúbbinn á sömu nótum og fyrri samningur var. Fjármagn tekið af fjárheimild deildar 21890.
Byggðarráð þakkar framtak Kiwanisklúbbsins og samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá styrktarsamningi við klúbbinn á sömu nótum og fyrri samningur var. Fjármagn tekið af fjárheimild deildar 21890.