Fara í efni

Steinsstaðir - fyrirspurn vegna sorphirðu

Málsnúmer 2103072

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 178. fundur - 08.03.2021

Finnur Sigurðarson leggur fram fyrirspurn um stöðu sorphirðu á Steinssöðum. Hann veltir fyrir sér hvernig standi á því að ekki sé náð í rusl heim að íbúðarhúsum í Þéttbýliskjarnanum Steinsstöðum líkt og öðrum þéttbýliskjörnum í Skagafirði.

Við undirbúning útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði er unnið að endurskipulagningu málaflokksins í heild sinni. Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á sophirðu á Steinsstöðum fyrr en að nýr samningur hefur verið gerður og tekið gildi. Gert er ráð fyrir að nýr samningur taki gildi á þessu ári.
Málið er í skoðun hjá Sveitarfélaginu er varðar stöðu Steinsstaða sem þéttbýliskjarna.