Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2021 frá fjallskilastjórn Deildardals, varðandi umgengni á réttarstæði Deildardalsréttar. Ábúandi Háleggsstaða hefur ekki brugðist við ítrekuðum óskum fjallskilastjórnar um að fjarlægja heyrúllur sem hann hefur látið setja niður við réttina. Óskar fjallskilastjórnin eftir að landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að heyrúllurnar verði fjarlægðar. Landbúnaðarnefnd samþykkir að skora á ábúanda Háleggsstaða að fjarlægja heyrúllurnar af réttarstæðinu og veitir honum frest til 6. apríl 2021, að öðrum kosti mun nefndin sjá um að þær verði fjarlægðar á kostnað hans.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að skora á ábúanda Háleggsstaða að fjarlægja heyrúllurnar af réttarstæðinu og veitir honum frest til 6. apríl 2021, að öðrum kosti mun nefndin sjá um að þær verði fjarlægðar á kostnað hans.