Fara í efni

Verktakasamningar um veiðar á ref og mink

Málsnúmer 2105005

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 226. fundur - 17.03.2022

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi upplýsir að Elvar Már Jóhannsson og Jóhann Guðbrandsson hafa sagt upp samningum sínum um refaveiði á svæðinu frá Lónkoti og fram að Nýlendi. Svæði sem Jóhann Óskar Jóhannsson heitinn hafði í Sléttuhlíð er einnig laust til úthlutunar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gera samninga við veiðimennina Kristján B. Jónsson og Egil I. Ragnarsson um að þeir skipta þessu svæði á milli sín og verði merki um Mannskaðahól.