Eigendur að Suðurgötu 8 á Sauðárkróki, óska eftir því við sveitarfélagið að það felli tré sem standa við Kirkjuklaufina; neðst við upphaf svokallaðs Kirkjustígs. Ástæða fyrir þessari ósk er, að umræddur trjálundur skyggir á sólpall sem stendur vestan megin við húseign okkar og skerðir mjög þann tíma sem hægt er að njóta sólar á pallinum.
Trjálundurinn verður skoðaður með hliðsjón að aldri og sögu trjáa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Til stendur að skrásetja trjágróður til varðvörslu og ákveða hvað má fjarlægja. Ekki er hægt að verða við erindinu á meðan þessi vinna er í gangi.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
Trjálundurinn verður skoðaður með hliðsjón að aldri og sögu trjáa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Til stendur að skrásetja trjágróður til varðvörslu og ákveða hvað má fjarlægja. Ekki er hægt að verða við erindinu á meðan þessi vinna er í gangi.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.