Fara í efni

Fuglalíf á Borgarskógum, við Tjarnartjörn og Áshildarholtsvatn

Málsnúmer 2106293

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 220. fundur - 19.07.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi hnignandi fuglalíf á Borgarskógum, við Áshildarholtsvatn og þar í kring. Refir og minkar eru mesta skaðræðið á svæðinu. Skógar og nálæg votlendi voru friðlýst árið 1977, og eru á náttúruminjaskrá og IBA-skrá, (Important Bird Areas) eins og Austur-Eylendið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 190. fundur - 13.04.2022

Erindi hefur borist frá Valtý Sigurðssyni starfsmanni NNV (Náttúrustofa norðurlands vestra) þar sem hann ásamt fleirum bendir á að fuglalífi hafi hrakað mjög á undanförnum árum á svæðinu sunnan við reiðhöllina á Sauðárkróki, við Áshildarholtsvatn og á Borgarskógum. Hvetur Valtýr sveitarfélagið til að hjálpa þarna til, með því að eyða samviskulega mink og ref. Valtýr ásamt fleirum ætla að fylgjast með þarna næstu ár og vera í sambandi með hvað getur valdið þessari leiðu þróun, að þarna hraki fuglalífi.


Umhverfis og samgöngunefnd þakkar góðar ábendingar frá Valtý. Lagt er til að aukin áherlsa verði lögð á meindýraeyðingu á svæðinu á næstu árum og að fylgst verði með þróun fuglalífs á næstu árum. Umhverfis og samgöngunefnd óskar eftir góðu samstarfi við NNV um verndun fuglalífs. Eyðing meindýra er í höndun landbúnarðarnefndar