Fara í efni

Girðingamál vegna ágangs sauðfjár

Málsnúmer 2107071

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 220. fundur - 19.07.2021

Lagt fram ódagsett bréf sem barst 9. júlí 2021, frá ábúendum jarðanna Stóra-Vatnsskarði, Valagerði og Fjalli varðandi ágang sauðfjár úr landi Skarðsár inn á lönd þeirra. Vilja bréfritarar að ákvörðun sem kom fram í bréfi dagsettu 11. júlí 2017 frá landbúnaðarnefnd verði endurskoðuð. Í framhaldi af því er óskað eftir viðræðum um að fá upp fjárhelda girðingu á landamerkjum Fjalls og Skarðsár, neðan frá Staðará og til vesturs í Moshóla í Reykjaskarði. Vísað er til 32. greinar í lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Varðandi kostnað er vísað í 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við landeigendur og leggur til að skipaður verði starfshópur, þar sem Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi verði fulltrúi landbúnaðarnefndar og kalli saman starfshópinn sem fyrst, einn frá landeigendum og einn frá fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps.