Lagt fram ódagsett bréf sem barst 9. júlí 2021, frá ábúendum jarðanna Stóra-Vatnsskarði, Valagerði og Fjalli varðandi ágang sauðfjár úr landi Skarðsár inn á lönd þeirra. Vilja bréfritarar að ákvörðun sem kom fram í bréfi dagsettu 11. júlí 2017 frá landbúnaðarnefnd verði endurskoðuð. Í framhaldi af því er óskað eftir viðræðum um að fá upp fjárhelda girðingu á landamerkjum Fjalls og Skarðsár, neðan frá Staðará og til vesturs í Moshóla í Reykjaskarði. Vísað er til 32. greinar í lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Varðandi kostnað er vísað í 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Landbúnaðarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við landeigendur og leggur til að skipaður verði starfshópur, þar sem Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi verði fulltrúi landbúnaðarnefndar og kalli saman starfshópinn sem fyrst, einn frá landeigendum og einn frá fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við landeigendur og leggur til að skipaður verði starfshópur, þar sem Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi verði fulltrúi landbúnaðarnefndar og kalli saman starfshópinn sem fyrst, einn frá landeigendum og einn frá fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps.