Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sveitarfélaginu, dagsettur 14. júlí 2021 þar sem lögreglustjóraembættinu á Norðurlandi vestra er tilkynnt um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi engum skyldum að gegna varðandi það að fjarlægja búfé af vegum fyrir Vegagerðina. Enginn samningur er til á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins þar um. Vísað er til 50. gr. vegalaga nr. 80/2007: "Lausaganga búfjár á stofnvegum og tengivegum þar sem girt er báðum megin vegar og lokað er fyrir ágangi búfjár, t.d. með ristarhliði, er bönnuð. Veghaldara er heimilt að fjarlægja búfé af lokuðum vegsvæðum á kostnað eigenda."
"Lausaganga búfjár á stofnvegum og tengivegum þar sem girt er báðum megin vegar og lokað er fyrir ágangi búfjár, t.d. með ristarhliði, er bönnuð. Veghaldara er heimilt að fjarlægja búfé af lokuðum vegsvæðum á kostnað eigenda."