Fara í efni

Nauðbitið land sveitarfélagsins á Hofsósi

Málsnúmer 2107103

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 221. fundur - 17.08.2021

Lagt fram bréf dagsett 5. ágúst 2021 frá Þórði Pálssyni, dýraeftirlitsmanni Matvælastofnunar þar sem farið er fram á það að landbúnaðarnefnd endurskoði þann fjölda hrossa sem búfjárleyfi sem veitt var Gunnari Jóni Eysteinssyni á Hofsósi þann 5. september 2016 gefur leyfi til. Einnig lagt fram minnisblað frá Landgræðslunni, dagsett 10. ágúst 2021 sem og bréf frá sveitarfélaginu dagsett 12. ágúst 2021, þar sem Gunnari er tilkynnt um að honum sé ekki lengur heimilt að beita opin svæði sveitarfélagsins á Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að segja upp gildandi búfjárleyfi fyrir 47 hross, með ársfyrirvara, þannig að leyfið fellur úr gildi þann 15. september 2022. Landbúnaðarnefnd bendir á að hægt er að sækja um nýtt búfjárleyfi á uppsagnartímanum.