Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2021 frá Jóni Kjartanssyni fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals þar sem fram kemur að kostnaður, vegna vatnavaxtatjóns sem varð um mánaðamótin júní/júlí s.l. á vegi í Deildardalsafrétt, hafi numið 1.035.000 kr. og kostnaður við óunnið verk áætlaður 240.000 kr. Málið áður tekið fyrir á fundi landbúnaðarnefndar þann 19. júlí s.l. Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 1.300.000 kr. til fjallskilasjóðsins vegna þessa tjóns. Fjármunir teknir af deild 13210.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 1.300.000 kr. til fjallskilasjóðsins vegna þessa tjóns. Fjármunir teknir af deild 13210.