Fara í efni

Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2109217

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 982. fundur - 22.09.2021

Lagt fram bréf dagsett 17. september 2021 frá Sambandi sveitarfélaga til allra sveitarfélaga varðandi innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021. Umsókn um þátttöku skal hafa borist fyrir 15. október n.k. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu. Einnig samþykkir byggðarráð að fulltrúar sveitarfélagsins verði Gísli Sigurðsson formaður byggðarráðs og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri.

Byggðarráð Skagafjarðar - 7. fundur - 20.07.2022

Lagt fram til kynningar bréf dags. 12. júlí 2022, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt í samstarfi um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er boðið til upplýsinga- og samráðsfundar í lok ágúst nk. Á fundinum verður farið yfir framgang og stöðu innleiðingar heimsmarkmiðanna í þátttökusveitarfélögunum og rætt um möguleika til áframhaldandi stuðnings og samstarfs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 10. fundur - 24.08.2022

Lagt fram bréf dagsett 12. júlí 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga sem voru þátttakendur í stuðningsverkefni um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum frá hausti 2021 til vors 2022. Sambandið vill bjóða fulltrúum þessara sveitarfélaga til upplýsinga- og samráðsfundar þann 31. ágúst 2022, um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.