Veitunefnd - 84
Málsnúmer 2112025F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022
Fundargerð 84. fundar veitunefndar frá 20. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 84 Bilun varð í dælu sem sett var niður í borholu SK-28 í júní 2021. Búið er að hífa dæluna upp og koma henni til söluaðila þar sem hún verður tekin í sundur og ástand hennar metið.
Skoðaðir hafa verið möguleikar á að útvega aðra dælu þar sem líkur eru á að dælan sem tekin var upp sé ónothæf. Skagafjarðarveitur hafa samið við Ísor um mælingar í holunni til að meta ástand hennar og kanna um leið möguleika á að setja nýja dælu niður á enn meira dýpi.
Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu, meta kostnað og valkosti á dæluvali. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar veitunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 84 Tryggvi Sveinbjörnsson fh. eigenda jarðarinnar Merkigarðs Skagafirði óskar eftir viðræðum við Skagafjarðarveitur um notkunarmöguleika á heitu vatni við uppbyggingu frístundabyggðar á jörðinni Merkigarði Skagafirði.
Farið var yfir stöðu hitaveitu á Steinsstaðasvæðinu. Ljóst er að fara þarf í talsverðar aðgerðir til að tengja fyrirhugað svæði við hitaveitukerfið. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu með Skagafjarðarveitum. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar veitunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 84 Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga, sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað, var haldinn í fjarfundi föstudaginn 14. janúar 2022 Yfirskrift fundarins var orka og matvælaframleiðsla. Á fundinum voru rædd tækifæri og áskoranir í orku og matvælaframleiðslu á Íslandi.
Nefndin hvetur alla áhugasama að kynna sér málið á heimasíðu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar veitunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 níu atkvæðum.