Merkigarður - frístundabyggð - fyrirspurn um hitaveitu
Málsnúmer 2112187
Vakta málsnúmerVeitunefnd - 7. fundur - 24.02.2023
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 20.1.2022. Síðan þá er búið að auglýsa deiliskipulag og er í lokaferli. Tryggvi G Sveinsbjörnsson kom á fundinn og gerði grein fyrir áformum um uppbyggingu frístundarbyggðarinnar.
Veitunefnd þakkar Tryggva fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið. Skagafjarðarveitur óska eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og tímaramma fyrir svæðið. Skagafjarðarveitur hafa hafið undirbúningsvinnu við að koma tengingu við svæðið og minnir á að tekið verði mið af nauðsynlegum lagnaleiðum við gerð deiliskipulags á svæðinu.
Veitunefnd þakkar Tryggva fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið. Skagafjarðarveitur óska eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og tímaramma fyrir svæðið. Skagafjarðarveitur hafa hafið undirbúningsvinnu við að koma tengingu við svæðið og minnir á að tekið verði mið af nauðsynlegum lagnaleiðum við gerð deiliskipulags á svæðinu.
Farið var yfir stöðu hitaveitu á Steinsstaðasvæðinu. Ljóst er að fara þarf í talsverðar aðgerðir til að tengja fyrirhugað svæði við hitaveitukerfið. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu með Skagafjarðarveitum.