Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 423

Málsnúmer 2201013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022

Fundargerð 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 20. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 2112211 - Víðidalur norðurhl. (landnr.192872), Víðidalur suðurhluti land 2 (landnr. 222902) - Samruni landeigna.
    Pétur Helgi Stefánsson kt. 120754-5649, þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðidalur norðurhluti (landnr. 192872) og landspildunnar Víðidalur suðurhluti land 2 (landnr. 222902) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að sameina jörðina og spilduna líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7730-0301, dags. 29.des. 2021. Sjá einnig staðfestan uppdrátt nr. S01 í verki nr. 7730, dags. 17.nóv. 2014, en þar er núgildandi skiptingu jarðarinnar Víðidals sýnd.
    Samruni landspildunnar Víðidalur suðurhluti land 2 (landnr. 222902) við jörðina Víðidalur norðurhluti (landnr. 192872) samræmist aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
    Óskað er eftir því að hið sameinaða land fái heitið Víðidalur 2, og landnúmerið 192872.
    Jörðin Víðidalur norðurhluti L192872 er í dag skráð lögbýli, óskað er eftir að lögbýlaréttur fylgi áfram landnúmerinu L192872.
    Eftir sameiningu munu eftirtaldar byggingar tilheyra Víðidal 2, landnr. 192872, en þær tilheyra í dag Víðidal suðurhluta land 2 (222902).
    Matshluti 02, Hesthús byggt árið 1957.
    Matshluti 03, Fjárhús byggt árið 1958.
    Matshluti 04, Hlaða byggð árið 1973.
    Matshluti 05, Véla/verkfærageymsla byggð árið 1977.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Sólveig B Fjólmundsdóttir kt. 1804794309 og Rúnar Skarphéðinn Símonarson kt. 3008734729 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 22 við Gilstún, leggja fram fyrirspurn varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við húsið. Fyrirhuguð viðbygging kæmi að norðvestur hlið húss.

    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið enda falli ætluð framkvæmd innan byggingarreits.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 1703358 - Ræktunarland - Guðmundur Sveinsson

    Málið áður á dagskrá Byggðarráð Skagafjarðar 4.5.2017. Þar bókað:

    „Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2017 frá Auði Steingrímsdóttur og Guðmundi Sveinssyni þar sem þau óska eftir að fá til notkunar og leigu ræktunarland í eigu sveitarfélagsins með landnúmer 143992 og fastanúmer 213-2632, vegna áforma sveitarfélagsins að taka land sem þau hafa í dag, undir nýtt byggingarland. Landið sem þau óska eftir er í landi sveitarfélagsins sunnan í Áshildarholti og liggur niður að Áshildarholtsvatni. Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og gera drög að samkomulagi um landskipti.“
    Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðarinnar Ræktunarland með landnúmerið 143992, dagsett 20.03.2020.
    Lóðin er við norð-vestanvert Áshildarholtsvatn við nefnda Garðsendavík.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og gera drög tillögu að lóðarleigusamningi.



    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Sigurgísli E. Kolbeinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 Ártorgi 1 Sauðárkróki óskar eftir að fá lóðina Aðalgötu 16c.
    Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c yrði þá fjarlægt af lóðinni og við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b.
    Samkvæmt tölvupósti (2.12.2021) til Sigfúsar Inga Sigfússonar frá Sigurgísla Kolbeinssyni er fyrirhugað að nýta lóð Aðalgötu 16c fyrir bílastæði fyrir fatlaða og merkja þau sem slík.
    Komi til þess að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til þess að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
    Lóðaruppdrátturinn er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagsettur 03.nóv. 2021.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram ásamt hönnuði úr innsendum athugasemdum í samræmi við ákvörðun nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 2105267 - Freyjugötureitur - Deiliskipulag
    Lögð fram skipulagslýsing dagsett 3.janúar 2022 unnin af Óskari Erni Gunnarssyni og Björk Guðmundsdóttur hjá Landmótun vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar við Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
    Fjöli íbúða í aðalskipulagstillögu Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035 er ekki samkvæmt samningi sveitarfélagsins og félaganna Nýjatúns og Hrafnshóls og óska félögin því eftir að gerð verði aðalskipulagsbreyting til að lagfæra íbúðarfjöldann fyrir fyrrnefndan Freyjugötureit úr 40 nýjum íbúðum í 58.



    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að uppfæra íbúðarfjölda í samræmi við gerða samninga í næstu aðalskipulagsbreytingu, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram með athugasemdir nefndarinnar vegna skipulagslýsingarinnar og taka uppfært erindi fyrir á næsta fundi.


    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd. Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.