Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 1001

Málsnúmer 2201022F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022

Fundargerð 1001. fundar byggðarráðs frá 2. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu heildarafla til strandveiða á komandi sumri. Í því sambandi mætti t.a.m. horfa til fyrirsjáanlegs svigrúms sem skapast mun á skiptimarkaði í öðrum fiskitegundum og nýta það til aukningar heildarafla strandveiða. Þannig er unnt að styðja við það mikilvæga byggðamál sem strandveiðar eru, án þess að gengið sé gegn vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem miðar að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna við Ísland.
    Byggðarráð telur jafnframt að sú stefna sem mótuð var fyrir fjórum árum um að heimila strandveiðar í 12 daga á mánuði, alls 48 daga á sumri hafi reynst afar skynsamleg. Þannig náðist hvoru tveggja; að eyða hættulegum keppnisþætti veiðanna og að tryggja að mestu jafnræði milli veiðisvæða allt í kringum landið.
    Bókun fundar Varaforseti leggur til að sveitarstjórn taki undir bóku byggðarráð, svohljóðandi:

    "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu heildarafla til strandveiða á komandi sumri. Í því sambandi mætti t.a.m. horfa til fyrirsjáanlegs svigrúms sem skapast mun á skiptimarkaði í öðrum fiskitegundum og nýta það til aukningar heildarafla strandveiða. Þannig er unnt að styðja við það mikilvæga byggðamál sem strandveiðar eru, án þess að gengið sé gegn vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem miðar að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna við Ísland. Sveitarstjórn telur jafnframt að sú stefna sem mótuð var fyrir fjórum árum um að heimila strandveiðar í 12 daga á mánuði, alls 48 daga á sumri hafi reynst afar skynsamleg. Þannig náðist hvoru tveggja; að eyða hættulegum keppnisþætti veiðanna og að tryggja að mestu jafnræði milli veiðisvæða allt í kringum landið.
    Samþykkt með níu atkvæðum.
    Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lögð fram eftirfarandi bókun 420. fundar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 12. janúar 2021.
    "Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna kosninga um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps laugardaginn 19. febrúar 2022: Að staðfesta kjörskrá, úrskurða um breytingar á kjörskrá og leiða til lykta önnur þau mál sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar vegna kosninganna."
    Byggðarráð staðfestir kjörskrá vegna sameiningakosninga þann 19. febrúar 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir vistun barna tímabilið 3.-28. janúar 2022 vegna sóttkvíar og einangunar skv. fyrirskipun yfirvalda vegna Covid-19 veirunnar. Greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla og frístund. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur frá nefndsviði Alþingis, dagsettur 26. janúar 2022. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. febrúar 2022.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framlagðri tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Ljóst er að tjón af völdum náttúruhamfara getur oft verið gríðarlegt og reynst þeim sem fyrir því verða ofviða. Því er afar mikilvægt að tryggingavernd vegna náttúruhamfara sé sanngjörn, skilvirk og skýr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 15/2022, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 07.02.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 21/2022, "Frumvarp um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar". Umsagnarfrestur er til og með 11.02.2022.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju sinni með áform um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, sem hefur það að markmiði að tryggja einfaldara og sanngjarnara kerfi í kringum mótframlag ríkisins vegna kaupa á varmadælum. Ljóst er að hvatar til aukinnar notkunar varmadæla á köldum svæðum sem njóta ekki húshitunar með jarðvarma geta skilað umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið fyrir neytendur, ríkið og raforkukerfið í heild sinni. Orkusparnaður í kjölfar aukinnar notkunar varmadæla getur skipt verulegu máli í þeim orkuskiptum sem framundan eru.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs (losun úrgangs í náttúrunni)". Umsagnarfrestur er til og með 11.02.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lögð fram til kynningar skýrsla frá Verkís um niðurstöður vöktunarferðar í desember 2021 - mælingar á TVOC, í tengslum við rannsókn vegna olíulyktar eftir eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram til kynningar fundargerð umræðufundar um landsbyggðar hses þann 26. janúar 2022. Á fundinum var farið yfir helstu forsendur aukins samstarfs sveitarfélaga til að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.
    Í samræmi við niðurstöðu fundarins stefna HMS og sambandið að því að boða til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem starfi í framangreindum tilgangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. janúar 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins stafræns kynningarfundar fimmtudaginn 3. febrúar 2022, kl. 12:00-13:30 um innleiðingu breytinga á innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun. Fundurinn kallast "Borgað þegar hent er - greining á útfærslum í innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun". Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila. Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw). Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.