Skipulags- og byggingarnefnd - 424
Málsnúmer 2201024F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022
Fundargerð 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Málefni: Vallholt (landnr. 232700), umsókn um stofnun byggingarreits
Undirritaðar, Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789 og Stefanía Sigfúsdóttir, kt.310502-3240, þinglýstir eigendur Vallholts, landnúmer 232700, Sveitarfélaginu Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 37.722 m² byggingarreit á landinu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 724409 útg. 18. jan. 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús og skemmu.
Fram kemur í umsókn að fyrirhugað íbúðarhús verður ekki nær Vindheimavegi en 100 m og að hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits verði 0,092.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og Unnur Sævarsdóttir kt. 170260-7599 þinglýstir eigendur íbúðahúsalóðarinnar Hamar land, landnr. L203219 ásamt íbúðarhúsi sem á lóðinni stendur óska eftir að lóðin Hamar land, landnr. L203219 fái heitið Hamar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219, Helga Haraldsdóttir kt. 070354-3739, Baldur Haraldsson kt. 250562-4039 og Jón Bjartur Haraldsson kt. 280469-3199, þinglýstir eigendur landspildunnar (sumarbústaðalandsins) Hamar land (landnr. 146379) í Hegranesi, óska eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda á hnitsettri afmörkun landspildunnar líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Þar er landspildan merkt sem Hamar 4. Einnig óska umsækjendur eftir því að nafni spildunnar Hamar land L146379 verði breytt og að spildan fái heitið Hamar 4. Einnig skrifar undir erindið Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og lýsir yfir samþykki fyrir hönd Hamarsbúsins ehf. kt. 490606-0410.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og Unnur Sævarsdóttir kt. 170260-7599 sækja f.h. Hamarsbúsins ehf. kt. 490606-0410 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hamars (landnr. 146378) í Hegranesi, um leyfi til þess að stofna 2 landspildur, Hamar 2 og Hamar 3, úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 70953001, dags. 17. janúar 2022.
Fram kemur í umsókn að landið sem um ræðir verði tekið úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hamar, landnr. 146378.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146378.
Einnig er óskað eftir því að nafni jarðarinnar Hamars landnr. L146378 verði breytt og að jörðin fái heitið Hamar 1.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Sigríðar Önnu Ellerup lögfræðings hjá Direkta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf varðandi stofnun landspildu úr landi Innstalands L145940. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Innstaland (L145940) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-02. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum, Pétri Inga Grétarssyni kt. 210275-4449 og f.h. 1001 minkur ehf. Kt. 691203-3360 af Sveini Þ. Finster Úlfarssyni kt. 310877-5499, Maria Finster Úlfarsson kt. 230280-5099.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með átta atkvæðum. Sveinn Þ. F. Úlfarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Málefni: Grindur L146530 - Umsókn um byggingarreit
Fyrir liggur uppdráttur í mkv. 1:200 (A1) af byggingarreit þar sem fram
kemur að fyrirhugað sé að byggja 290 m² fjárhús á jörðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum.
Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillögunni til að koma á móts við innsendar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Flæðagerði, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna. Samþykkt samhljóða
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Undirritaður, Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139 þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóra-Holti 2, L232286 sækir með vísan til laga nr. 22/2015 um örnefni og reglugerðar nr. 577/2017 um breytt eignarheiti jarðarinnar.
Jörðin Stóra-Holt 2 er stofnuð úr landi jarðarinnar Stóra-Holt L146904
Sótt er um að jörðin Stóra-Holt 2 fái heitið Holt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Friðbjörn Ásbjörnsson fyrir hönd Fisk-Seafood ehf óskar eftir stækkun byggingarreits á lóð félagsins, að Eyrarvegi 18 (Háeyri 1) á Sauðárkróki, miðað við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar.
Óskað er eftir að í skipulaginu verði gert ráð fyrir byggingarreit í samræmi við tillögu 3b í meðfylgjandi skjali (494202).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun 28.01.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.